1. ALMENNT

Neytendur eru hvattir til þess að lesa skilmála þessa vandlega áður en þeir versla í vefverslun Vetur ehf., www.markid.is.
Um notkun vefsíðu og vefverslunar Vetur ehf. gilda skilmálar þessir. Með því að nota vefsíðu og vefverslun Vetur ehf. samþykkir og viðurkennir neytandi að hann hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, án fyrirvara, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma. Vetur ehf kt.411211-1180, vsknr 109612. Símanúmer er 517 4600. Ef þú hefur einhverjar ábendingar um vefverslun okkar eða, biðjum við þig um að senda okkur tölvupóst á netfangið markid@markid.is.
Sért þú undir 16 ára aldri viljum við vekja athygli þína á að nauðsynlegt er að þú og forráðamenn þínir kynnið ykkur skilmála þessa áður en þú skráir þig inn á síðuna.
Vetur ehf. áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum þessum án fyrirvara.

 

2. VERÐ

Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur. Vetur ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunar er að ræða.

 

3. VÖRUR TIL EINKANOTA

Vörurnar í vefverslun Vetur ehf. eru eingöngu til persónulegra nota. Undir engum kringumstæðum er heimilt að stunda endursölu á vörum Vetur ehf. án tilskilinna leyfa. Vetur ehf. áskilur sér rétt til að stöðva afgreiðslu pantana eða halda eftir hluta þeirra ef talið er að þær brjóti í bága við þessa skilmála.

 

4. NÁKVÆMNI UPPLÝSINGA

Reynt er eftir bestu getu að hafa réttar upplýsingar og vörumyndir í vefverslun. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar litamun eða umbúðamun getur verið að ræða. Að öðru leyti eru upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða minniháttar uppfærslutafir.

 

5. GREIÐSLULEIÐIR

Hægt er að inna greiðslu af hendi með millifærslu eða greiðslusíðu Valitor. Vetur ehf er eigandi vörunnar þar til andvirði hennar er að fullu greitt.

 

6. HEIMSENDING OG FERILL PANTANA

Þegar neytandi verslar í vefverslun Vetur ehf. er hægt að fá pöntunina heimsenda.
Þegar valið er að fá vöruna heimsenda eða á næsta pósthús er sendingartími að jafnaði 1-3 virkir dagar. Sendingartími er mismunandi eftir því hvar neytandi býr.    Meginregla að allar pantanir sem koma fyrir miðnætti daginn áður eru settar í póst daginn eftir.
Pósturinn keyrir út allar pantanir. Heimsending er einungis í boði á þeim svæðum sem Pósturinn býður upp á. Nánari upplýsingar má finna á postur.is.  Greitt samkvæmt gjaldi sem bætist við í greiðsluferli.

 

7. SKILAFRESTUR

Neytandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í upprunalegu ástandi í óuppteknum umbúðum. Sé kvittun framvísað er getur vara verið endurgreidd.
Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent neytanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Kostnaður við að skila vörunni, s.s. sendingarkostnaður, greiðist af neytanda. Neytandi er sá sem skráður er sem slíkur á reikningi.

 

8. GALLI

Ef neytandi kaupir gallaða(r) vöru(r) í vefverslun Vetur ehf. er boðið upp á viðgerð, nýja(r) vöru(r), afslátt eða endurgreiðslu kaupverðs. Neytandi er einstaklingur sem verslar í vefversluninni í eigin þágu en ekki í þágu atvinnurekstrar. Það fer eftir atvikum og eðli gallans hvaða leið er valin hverju sinni. Um rétt neytandavegna galla vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003. Varðandi rétt fyrirtækja og einstaklinga sem versla í vefverslun Vetur ehf. í þágu atvinnurekstrar vísast til laga um lausafjárkaup nr. 50/2000.

9. LÖG OG VARNARÞING

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna skilmála þessa skal það rekið fyrir héraðsdómi Reykjaness. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda um skilmála þessa ákvæði gildandi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nú nr. 77/2000), ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem neytendur eiga rétt á í lögum um neytendasamninga byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað.

 

Hægt er að lesa nánar um varðveislu og vinnslu persónuupplýsingar hér.